Fyrir þau sem vilja hefja sparnað barna og ungmenna, stuðla að grænni þróun samfélagsins og fá háa verðtryggða vexti.
Kostir
Vextir á framtíðarreikningi eru verðtryggðir.
Framtíðarreikningur Auðar er grænn. Það þýðir að allar innstæður sem lagðar eru inn á reikningana eru notaðar til að fjármagna eða endurfjármagna umhverfisvæn verkefni eins og þau eru skilgreind í grænni fjármálaumgjörð Kviku banka. Sjá nánar hér.
Þú getur alltaf stofnað nýjan Grænan framtíðarreikning en engin takmörk eru fyrir hversu marga framtíðarreikninga er hægt að stofna.
Grænn framtíðarreikningur er bundinn til 18 ára aldurs.
Öll innstæðan losnar á 18 ára afmælisdegi reikningseiganda og er laus í mánuð. Eftir það er innstæðan bundin ótímabundið og panta þarf úttekt með þriggja mánaða fyrirvara.
Vextir greiðast út ásamt verðbótum í lok árs inná reikninginn að frádregnum fjármagnstekjuskatti.
Vextir eru gefnir upp á ársgrundvelli.
Vextir á Grænum framtíðarreikningi taka mið af vaxtastigi á fjármálamarkaði á hverjum tíma.