Grænn framtíðarreikningur

Fyrir þau sem vilja hefja sparnað barna og ungmenna, stuðla að grænni þróun samfélagsins og fá háa verðtryggða vexti.

Kostir

  • Vextir á framtíðarreikningi eru verðtryggðir.
  • Framtíðarreikningur Auðar er grænn. Það þýðir að allar innstæður sem lagðar eru inn á reikningana eru notaðar til að fjármagna eða endurfjármagna umhverfisvæn verkefni eins og þau eru skilgreind í grænni fjármálaumgjörð Kviku banka. Sjá nánar hér.
  • Þú getur alltaf stofnað nýjan Grænan framtíðarreikning en engin takmörk eru fyrir hversu marga framtíðarreikninga er hægt að stofna.
  • Grænn framtíðarreikningur er bundinn til 18 ára aldurs.
  • Öll innstæðan losnar á 18 ára afmælisdegi reikningseiganda og er laus í mánuð. Eftir það er innstæðan bundin ótímabundið og panta þarf úttekt með þriggja mánaða fyrirvara.
  • Vextir greiðast út ásamt verðbótum í lok árs inná reikninginn að frádregnum fjármagnstekjuskatti.
  • Vextir eru gefnir upp á ársgrundvelli.
  • Vextir á Grænum framtíðarreikningi taka mið af vaxtastigi á fjármálamarkaði á hverjum tíma.

Ertu ekki enn alveg viss um hvernig þetta gengur fyrir sig? Hér fyrir neðan eru nokkrar algengar spurningar.